Lögregla skaut þjóðernisöfgasinna til bana

Lögregla í Bandaríkjunum. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Lögregla í Bandaríkjunum. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. AFP

Lögreglumenn í Kaliforníu í Bandaríkjunum skutu þjóðernisöfgasinna til bana á fimmtudagsmorgun, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá lögreglu. CNN greinir frá. 

Maðurinn, Michael Straub, hafði verið á akstri þegar lögregla reyndi að stöðva hann nálægt kirkjugarði. Straub steig þá út úr ökutæki sínu og hljóp í gegnum kirkjugarðinn, samkvæmt lögreglu. Hann faldi sig síðan og réðst á lögreglu úr launsátri hvaðan hann skaut ítrekað að þeim með skammbyssu. 

Lögreglumaðurinn Ted Lenhoff varð fyrir skoti og var fluttur með flugi á sjúkrahús hvar hann undirgekkst aðgerð. Ástand hans er stöðugt. 

Straub hélt flóttanum áfram og gerði tilraun til að snúa aftur í farartæki sitt en þá skaut lögreglumaður hann með fyrrgreindum afleiðingum. Straub var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Hundruð vopna í bíl hins látna

Eftir skotárásina fundu lögreglumenn fjölda vopna í farartæki Straub, þar á meðal fimm riffla, eina haglabyssu og tvær skammbyssur. Byssurnar í bíl Straub hlupu á hundruðum. 

Í kjölfar skotárásarinnar leitaði lögregla á heimili Straub og kom þá í ljós að hann var að framleiða þar aukahluti í vopn, án þess að hafa til þess leyfi. 

„Straub var eftirlýstur afbrotamaður og það er ólöglegt fyrir afbrotamenn að eiga vopn,“ sagði í fyrrnefndri tilkynningu. Þar kom einnig fram að Straub væri þekktur meðlimur í klíku sem aðhylltist hugmyndafræði þjóðernisöfgasinna sem hygla hvítum. Þá átti hann nokkuð langan afbrotaferil að baki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert