Hjálpa heimsbyggðinni við bóluefnaframleiðslu

Narendra Modi forsætisráðherra Indlands.
Narendra Modi forsætisráðherra Indlands. AFP

Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, hefur heitið því við Sameinuðu þjóðirnar að framleiðslugeta Indverja hvað bóluefni varðar muni nýtast allri heimsbyggðinni í baráttunni gegn kórónuveirunni. Modi sagði í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna að Indland væri það land sem framleiddi mest magn bóluefna. 

„Ég vil veita alþjóðasamfélaginu meiri fullvissu [um bóluefni],“ sagði Modi. 

„Bóluefnaframleiðsla og afhendingargeta Indlands verður notuð til að hjálpa öllu mannkyni í barátunni við veiruna.“

Modi lofaði þessu á sama tíma og Indland á í erfiðleikum með að koma böndum á útbreiðslu veirunnar. Þegar hafa tæpar 6 milljónir Indverja smitast og fleiri en 93.000 fallið frá vegna COVID-19. 

Að sögn Modi eru indversk lyfjafyrirtæki nú á þriðja stigi klínískra rannsókna á bóluefnum. Indverjar munu hjálpa öllum sem á því þurfa að halda að geyma og framleiða bóluefni, að sögn Modis. 

Frétt Reuters

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert