Fimm látnir eftir flugslys í Frakklandi

Um fimmtíu slökkviliðsmenn voru kallaðir út. Mynd úr safni.
Um fimmtíu slökkviliðsmenn voru kallaðir út. Mynd úr safni. AFP

Fimm eru látnir eftir að fisflugvél rakst á flugvél með ferðamenn innanborðs yfir Vestur-Frakklandi í dag.

Tveir voru í fisvélinni en þrír í hinni vélinni, sem var af gerðinni Diamond DA40. Allir létust, samkvæmt upplýsingum AFP-fréttaveitunnar.

Um fimmtíu slökkviliðsmenn voru kallaðir út auk fjölmenns lögregluliðs til að loka vegum umhverfis slysstainn.

Ekkert hefur enn verið gefið upp um orsök eða aðdraganda slyssins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert