Neitaði að nota grímu og smitaði hundrað

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Belgískur heimilislæknir hefur smitað hið minnsta 100 sjúklinga sína af kórónuveirunni eftir að hafa neitað að nota andlitsgrímu við störf sín. 

Brussel Times greinir frá því að eftir að tilfellum veirunnar í borginni Kruisem fóru að fjölga hafi sýnataka verið aukin. Í ljós kom að mikill fjöldi þeirra sem greindust með veiruna voru skjólstæðingar sama læknisins, hins 68 ára Leon G. Leon greindist sjálfur með veiruna í síðustu viku og á að hafa sinnt starfi sínu án þess að grípa til viðeigandi sóttvarnaráðstafana. 

Samkvæmt sjúklingum Leon neitaði hann meðal annars að nota andlitsgrímu. 

Flæmska heilbrigðismálastofnunin hefur gagnrýnt framferði Leon harðlega. „Það er óskiljanlegt og hreint út sagt fyrir neðan allar hellur að læknir skuli vera svona kærulaus,“ sagði Farah Vansteenbrugge, sérfræðingur hjá stofnuninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert