Heilu húsaraðirnar hrunið til grunna

Hrunin bygging í Izmir í dag.
Hrunin bygging í Izmir í dag. AFP

Að minnsta kosti fjórir eru látnir og 120 slasaðir í Tyrklandi, eftir að sterkur jarðskjálfti varð undan ströndum landsins, norðan við grísku eyjuna Samos.

Líklegt er að fjölga eigi eftir í þessum hópi þegar rykið hefur sest.

Byggingar hafa hrunið og sjór flætt inn í tyrknesku hafnarborgina Izmir. Myndir þaðan sýna byggingar sem hrunið hafa til grunna og agndofa fólk sem reynir að komast leiðar sinnar um stræti borgarinnar.

Borgarstjórinn Tunc Soyer segist í samtali við fréttastöðina CNN Turk vita af hruni að minnsta kosti tuttugu bygginga.

Myndir úr lofti sem sýndar voru á tyrknesku sjónvarpsstöðinni NTV sýna heilu húsaraðirnar gjöreyðilagðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert