Líklega tekist að útrýma stökkbreytingu veirunnar

Minkahræjum sturtað í skurð í Danmörku fyrr í mánuðinum.
Minkahræjum sturtað í skurð í Danmörku fyrr í mánuðinum. AFP

Stökkbreytt gerð kórónuveirunnar, sem greindist í dönskum minkum og olli áhyggjum af virkni væntanlegs bóluefnis, hefur líklega verið útrýmt.

Þetta segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneyti Danmerkur í dag.

„Það hafa engin ný tilfelli greinst af 5. klasa stökkbreytingunni frá 15. september, sem leyfir dönsku sóttvarnastofnuninni að álykta að þessari gerð hafi mjög líklega verið útrýmt,“ segir í tilkynningunni.

Hafði ekki heimild

Mo­gens Jen­sen, land­búnaðarráðherra Dan­merk­ur, sagði af sér í gær eft­ir að hafa fyr­ir­skipað að all­ir mink­ar í land­inu yrðu drepn­ir án þess að tryggja að fyr­ir því hafi verið heim­ild í lög­um.

Rúm­ar tvær vik­ur eru síðan rík­is­stjórn­in fyr­ir­skipaði að öll­um mink­um lands­ins skyldi lógað eft­ir að tólf manns greind­ust smitaðir af stökk­breyttu af­brigði kór­ónu­veirunn­ar sem rakið er til minka.

Kom síðar í ljós að rík­is­stjórn­in hafði ekki heim­ild fyr­ir til­skip­un­inni, sem þá var breytt í til­mæli. Hafa Mo­gens Jen­sen land­búnaðarráðherra og Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráðherra sætt harðri gagn­rýni enda þykir ein­sýnt að land­búnaðarráðherr­ann og senni­lega for­sæt­is­ráðherra sömu­leiðis hafi vitað að laga­heim­ild skorti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert