Bóluefnið komið til Bretlands

Margir bíða spenntir eftir bóluefninu.
Margir bíða spenntir eftir bóluefninu. AFP

Fyrsti skammturinn af bóluefninu gegn kórónuveirunni frá Pfizer/BioNTech er kominn til Bretlands. Hann var fluttur á ótilgreindan stað og verður í framhaldinu dreift á heilsugæslustöðvar víðs vegar um Bretland.

Bretar hafa pantað 40 milljónir skammta, sem nægir til að bólusetja 20 milljónir manna, að því er kemur fram í frétt BBC

Að sögn Jonathans Van-Tam, eins helsta ráðgjafa Breta í heilbrigðismálum, gæti fyrsti skammtur bóluefnisins komið í veg fyrir allt að 99% innlagna á sjúkrahús vegna Covid-19 og dauðsfalla.

Hann sagði lykilatriði að dreifa bóluefninu eins hratt og mögulegt er. Bóluefni Pfizer/BioNTech eru búin til í Belgíu og eru flutt til Bretlands í gegnum Eurotunnel.

Grímuklæddur maður tekur mynd af jólatréi í Covent Garden í …
Grímuklæddur maður tekur mynd af jólatréi í Covent Garden í London. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert