Barr hættir sem dómsmálaráðherra

Bill Barr.
Bill Barr. AFP

Bill Barr mun á næstunni láta af störfum sem dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá þessu.

Trump sagði að Barr, sem hafði verið á öndverðum meiði við forsetann um svindl í forsetakosningunum, sagði að hann myndi láta af störfum eftir „framúrskarandi starf“.

„Átti mjög góðan fund með Bill Barr dómsmálaráðherra í Hvíta húsinu,“ tísti Trump. „Sambandið okkar hefur verið mjög gott...Bill mun hverfa á braut rétt fyrir jólin og eyða hátíðinni með fjölskyldunni sinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka