Í fjöldahjálparstöðinni er grafarþögn

Þeirra sem er saknað er leitað úr lofti.
Þeirra sem er saknað er leitað úr lofti. AFP

Jakob Furuseth, norskur prestur í sókn í Gjerdrum, starfar í einni þriggja fjöldahjálparstöðva sem komið hefur verið upp í bænum Ask þar sem jörð gaf sig í nótt. Hann segir að minnst 500 manns hafi yfirgefið heimili sín og andrúmsloftið í Ask einkennist af ringulreið. 

Jakob starfar í einni þriggja fjöldahjálparstöðva sem komið hefur verið upp í nærliggjandi hótelum. Hann segir að minnst 500 manns hafi yfirgefið heimili sín. Enn er verið að reyna að hafa uppi á 21 manneskju sem er saknað.

Jakob Furuseth er prestur í Gjerdrum.
Jakob Furuseth er prestur í Gjerdrum.

Jakob segir marga í áfalli. „Við vitum ekki hvaða fólk þetta er ennþá. Það sem við erum að heyra núna er að einhver hafi verið í fríi og þess vegna ekki á heimili sínu. En við vitum ekki hvort það er inni í þessari tölu þeirra sem er saknað,“ segir Jakob. 

Að sögn hans er fólks leitað inni á skriðusvæðinu með hjálp þyrlu. Enginn fær þó að fara inn á svæðið að öðru leyti.  „Svo lengi sem það er dagsbirta munu þeir leita áfram,“ segir Jakob. 

Kort/mbl.is

Allir reyna að hjálpa hver öðrum 

Jakob er hluti af viðbragsteymi ef neyðarástand kemur upp. „Inni í fjöldahjálpastöðinni er eiginlega grafarþögn eins undarlega og það hljómar. Þó hér virki friðsæld á yfirborðinu eru fjölskyldur hér sem hafa miklar áhyggjur og eru í uppnámi. Allir eru þó að reyna að hjálpa hverjum öðrum,“ segir Jakob. 

Hann segir að nokkur eftirvænting sé eftir hverjum blaðamannafundi sem haldinn er á klukkustundar fresti. Sérstaklega þar sem vonir standa til þess að fólk muni finnast. „Enn sem komið er höfum við ekki heyrt um að fólk hafi fundist. Við hér vitum ekkert mikið meira um stöðuna en aðrir,“ segir Jakob.    

Uppfært: Samkvæmt upplýsingum frá norsku lögreglunni er nú 15 saknað. Lögregla hafði upp á sex manneskjum sem ekki var vitað um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert