„Þetta er dagur lýðræðisins“

Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði eftir einingu í ávarpi sínu til þjóðarinnar eftir að hafa svarið embættiseið á tröppum þinghússins í Washingtonborg á hádegi að staðartíma í dag, eða klukkan 17 að íslenskum tíma.

Hann varaði um leið við áskorunum fram undan þar sem takast þurfi á við margar krísur.

„Þetta er dagur Ameríku, þetta er dagur lýðræðisins. Dagur sögu og vonar,“ sagði Biden.

En Bandaríkin standi frammi fyrir „upprisu pólitískra öfga, yfirburðahyggju hvítra, innlendri hryðjuverkaógn, sem við verðum að takast á við, og við munum sigra“.

Stundarþögn fyrir 400 þúsund látna

Í ávarpinu bað hann viðstadda einnig að taka þátt í stundarþögn fyrir þá 400 þúsund Bandaríkjamenn sem látist hafa af völdum kórónuveirunnar.

Varaði hann á sama tíma við því að landið kunni að vera á leið inn í banvænasta hluta faraldursins.

„Við þurfum allan okkar styrk til að halda út þennan dimma vetur. Við erum á leið inn í það sem kann að vera erfiðasti og banvænasti hluti veirunnar.“

Biden sór embættiseið á hádegi að staðartíma.
Biden sór embættiseið á hádegi að staðartíma. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert