Ísraelar byrja að bólusetja unglinga

Frá bólusetningu í Ísrael.
Frá bólusetningu í Ísrael. AFP

Ísraelar munu í dag hefja bólusetningu á unglingum á aldrinum 16 til 18 ára. Er þetta gert til að auka líkurnar á því að umræddur aldurshópur geti tekið vorprófin sem nú nálgast. Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters. 

Í Ísrael hefur bólusetning gengið afar hratt fyrir sig, en landið gerði sérstakan samning við lyfjarisann Pfizer um kaup á bóluefni fyrir stóran hluta þjóðarinnar. Nú þegar hefur um fjórðungur ísraelsku þjóðarinnar verið bólusettur að því er segir í vef á heilbrigðisráðuneytisins þar í landi. 

Til að byrja með voru einungis eldri borgarar og fólk í áhættuhópi á meðal þeirra sem fengu bóluefni. Nú hefur bólusetning þó verið gerð opin þeim sem eru eldri en 40 ára og handa unglingum á aldrinum 16 til 18 ára. 

Ástæðan fyrir því að sérstök áhersla er lögð á þennan aldurshóp er sú að unglingarnar taka nú próf sem ráða því í hvaða háskóla þeir komast. Að sama skapi er þetta gert til að tryggja að þeir sem sinna þurfa herskyldu geti gert það. Vonir standa til að skólar í landinu verði opnaðir í næsta mánuði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert