Bóluefni virkar gegn meira smitandi afbrigðum

Bóluefni Moderna virkar gegn afbrigðum Covid-19 sem komið hafa upp …
Bóluefni Moderna virkar gegn afbrigðum Covid-19 sem komið hafa upp í Bretlandi og Suður-Afríku. AFP

Lyfjafyrirtækið Moderna segir niðurstöður rannsókna þess sýna að bóluefni fyrirtækisins virki gegn afbrigðum Covid-19 sem komið hafa upp í Bretlandi og Suður-Afríku.

Í frétt AFP kemur fram að fyrirtækið muni prófa að bæta við einni sprautu af bóluefninu, þar sem fólk muni þá alls fá þrjár sprautur. 

Rannsóknir á aukaskammtinum gegn suðurafríska afbrigðinu eru þegar hafnar. Áðurnefnd afbrigði, auk eins frá Brasilíu, eru talin meira smitandi.

Stephane Bancel, forstjóri fyrirtækisins, segir niðurstöðurnar gleðiefni.

Magn mótefna breyttist ekki þegar bóluefnið var prófað á breska afbrigðinu, B.1.1.7, en minnkaði sexfalt hjá þeim sem voru með suðurafríska afbrigðið.

Þrátt fyrir það var mótefnið yfir því magni sem þarf til að vernda mann gegn veirunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert