Fyrrverandi ráðherra dæmdur fyrir nauðgun

Geroges Tron, fyrrverandi innanríkisráðherra, mætir í réttarsalinn í morgun.
Geroges Tron, fyrrverandi innanríkisráðherra, mætir í réttarsalinn í morgun. AFP

Franskur fyrrverandi ráðherra á yfir höfði sér að minnsta kosti þriggja ára fangelsi eftir að hann var í morgun fundinn sekur um að hafa nauðgað konu sem starfaði á skrifstofu hans meðan hann var bæjarstjóri í smábæ nokkrum árum áður.

Maðurinn, Georges Tron, gegndi embætti innanríkisráðherra í forsetatíð Nicolas Sarkozy en sagði af sér embætti árið 2011 eftir að tvær konur, sem höfðu starfað hjá bænum, stigu fram og sögðu frá því að Tron hefði nauðgað þeim nokkrum árum áður.

Konurnar sögðu frá því að á árunum 2007 til 2010 hefði Tron verið þekktur fyrir áhuga sinn á nuddi, og þvingað þær í fótanuddsamstund, sem hefði falið í sér þukl og aðra áreitni. 

Dómurinn sakfelldi Tron þó aðeins fyrir að nauðga annarri konunni, á þeim forsendum að hann hafi nýtt „andlega þvingun“ þar sem hún var undirmaður hans í ráðhúsinu.

Málalok í þessu tíu ára gamla máli koma á sama tíma og fjöldi kvenna í landinu hefur að stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni. Bókin Le Censentement (Samþykkið) sem kom út í fyrr olli straumhvörfum, en þar segir Vanessa Springora, franskur rithöfundur, frá ofbeldi sem hún varð fyrir sem barn. Hefur ríkisstjórn Frakklands í kjölfar ýmissa uppljóstrana heitið því að herða viðurlög við kynferðisofbeldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert