Mál Júlísar Vífils tekið fyrir í Hæstarétti

Júlíus Vífill Ingvarsson.
Júlíus Vífill Ingvarsson. mbl.is/​Hari

Málflutningur í máli Júlíusar Vífils Ingvarssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa sem var í maí í fyrra dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peningaþvætti, verður í Hæstarétti nú fyrir hádegi.

Hæstiréttur veitti Júlíusi Vífli leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar.

Leit Hæstirétt­ur svo á að úr­lausn um meðal ann­ars beit­ingu ákvæða 264. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga í mál­inu myndi hafa veru­lega al­menna þýðingu í skiln­ingi 4. mgr. 215. gr. laga um meðferð saka­mála, um áfrýj­un­ar­leyfi Hæsta­rétt­ar.

Héraðssak­sókn­ari ákærði Júlí­us fyr­ir pen­ingaþvætti með því að hafa geymt sem nem­ur á bil­inu 131-146 millj­ón­um króna á er­lend­um banka­reikn­ing­um og í niðurstöðu Landsréttar var það talið yfir vafa hafið að sá hluti þeirra fjár­muna sem hefðu verið inni á um­rædd­um banka­reikn­ing­um og ákært væri fyr­ir hefði verið ólög­mæt­ur ávinn­ing­ur af skatta­laga­broti.

Þá taldi Lands­rétt­ur það ekki hafa þýðingu að frum­brotið sem ávinn­ing­ur­inn stafaði frá hefði verið fyrnt þegar rann­sókn máls­ins hófst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert