Tengja eldsvoða á sjúkrahúsi í Rússlandi við öndunarvélar

Eldsvoðinn er sá þriðji sem rússnesk yfirvöld tengja við öndunarvélar.
Eldsvoðinn er sá þriðji sem rússnesk yfirvöld tengja við öndunarvélar. AFP

Þrír létust þegar eldur kom upp á sjúkrahúsi í Rússlandi í nótt. Yfirvöld segja upptökin líklega mega rekja til öndunarvélar á deildinni.

Spítalinn er í borginni Ryazan en eldurinn kviknaði klukkan 00:30 í nótt að íslenskum tíma á gjörgæsludeild spítalans.

Málið er til rannsóknar en skammhlaup í kínverskri öndunarvél er talið líkleg orsök. Í maí á síðasta ári urðu tveir eldsvoðar, annars vegar í Pétursborg og hins vegar Moskvu, sem taldir eru hafa kviknað út frá öndunarvélum. Sú tegund véla var skjótt kölluð inn svo málin tengjast ólíklega.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert