Biden-hjónin hittu Englandsdrottningu

Biden hjónin hitta Englandsdrottningu.
Biden hjónin hitta Englandsdrottningu. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetafrúin Jill Biden hittu Elísabetu Englandsdrottningu í Windsor-höllinni í dag. 

BBC greinir frá því að forsetinn hafi drukkið te með drottningunni. Biden-hjónin hittu drottninguna í kjölfar fundar G7-ríkjanna í Cornwall þar sem leiðtogar stærstu ríkja heims ræddu meðal annars bólusetningar og loftslagsbreytingar. 

Biden-hjónin höfðu áður hitt drottninguna á föstudag þegar hún var viðstödd móttökuathöfn vegna G7-fundarins. 

Biden-hjónin ferðuðust frá Cornwall með Air Force-þotu forsetans til London og tóku síðan þyrlu frá Heathrow-flugvellinum til Windsor. Heimsóknin stóð yfir í um klukkustund. 

Elísabet Englandsdrottning hitti fyrst forseta Bandaríkjanna, Harry S. Truman, árið 1951, en hún var þá prinsessa. Hún hefur síðan hitt alla 14 forseta Bandaríkjanna sem hafa verið kjörnir á þeim 69 árum sem hún hefur verið drottning, fyrir utan Lyndon B. Johnson. Drottningin hitti Donald Trump síðast árið 2019.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert