Játar að hafa banað tvítugri eiginkonu sinni

Acrapolis hæð í Aþenu
Acrapolis hæð í Aþenu AFP

Grískur karlmaður á fertugsaldri játar að hafa myrt eiginkonu sína á heimili þeirra í höfuðborg Grikklands, Aþenu. Konan, sem var bresk, hét Caroline Crouch og var einungis 20 ára gömul. Fannst hún látin við hlið 11 mánaða gamals barns þeirra hjóna.

Babis Anagnostopoulos, 32 ára gamall flugmaður, var handtekinn af lögreglu í dag. Babis var í minningarathöfn um látna eiginkonu sína þegar lögregla nam hann á brott. Nokkrum klukkustundum síðar játaði hann að hafa banað henni. Þetta staðfesta lögregluyfirvöld þar ytra.

Babis hafði áður sagt lögreglu að þrír menn hefðu brotist inn á heimili þeirra í Aþenu, bundið hann fastan og myrt eiginkonu hans og að lokum farið á brott með 15.000 evrur með sér auk annars þýfis. Þá áttu meintir árásarmenn einnig að hafa drepið heimilishundinn.

Við rannsókn málsins fann lögreglan engin ummerki um meinta árásarmenn né heldur um að brotist hefði verið inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert