Katalónskir aðskilnaðarsinnar hljóta uppreist æru

Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hyggst veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru.
Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hyggst veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru. AFP

Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hefur tilkynnt það að hann hyggist veita katalónskum aðskilnaðarsinnum uppreist æru í þessari viku.

Níu leiðtogar aðskilnaðarhreyfingarinnar voru fangelsaðir fyrir að hafa boðað til sjálfstæðisbyltingar árið 2017. Þrír til viðbótar voru fundnir sekir fyrir borgarlega óhlýðni en ekki fangelsaðir. 

Tugir þúsunda mótmæltu þessum áformum fyrr í þessum mánuði en ríkisstjórnin segir ákvörðunina til þess gerða að milda óróleika í Katalóníu. Sjálfstæðisbarátta í héraðinu hófst af fullri alvöru að nýju fyrir fjórum árum en baráttan leiddi til einnar verstu stjórnmálakreppu Spánar í nær 40 ár.

61% mótfallin

„Á morgun, með fyrirgefningu að leiðarljósi, mun ég leggja það til að ríkisstjórnin samþykki náðunina,“ sagði Sánchez í ræðu í Barcelona í dag.

Svo virðist sem meirihluti Spánverja sé mótfallinn náðuninni en samkvæmt könnun sem spænska dagblaðið El Mundo gerði var 61 prósent þátttakenda mótfallið því að náða skyldi leiðtoga aðskilnaðarsinnanna. Þá hefur Hæstiréttur Spánar einnig mótmælt ákvörðuninni.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert