Rússneskur vísindamaður handtekinn fyrir njósnir

Maðurinn var aðstoðarmaður við rannsóknir við náttúruvísinda- og tæknisvið þýsks …
Maðurinn var aðstoðarmaður við rannsóknir við náttúruvísinda- og tæknisvið þýsks háskóla. mbl.is/Golli

Þýska lögreglan hefur handtekið rússneskan vísindamann sem starfar við þýskan háskóla fyrir njósnir.

Saksóknarar í málinu sögðu í yfirlýsingu að maðurinn hefði verið handtekinn á föstudag vegna gruns um að hann hefði unnið fyrir rússnesku leyniþjónustuna frá því í október. Maðurinn starfaði sem aðstoðarmaður við rannsóknir við náttúruvísinda- og tæknisvið þýsks háskóla sem er ekki nafngreindur.

Maðurinn á að hafa hitt fulltrúa leyniþjónustunnar að minnsta kosti þrisvar og miðlað upplýsingum af léni háskólans. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi. 

Hvorki þýsk né rússnesk stjórnvöld hafa fjallað opinberlega um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert