Fólk fer ákaflega varlega á Tenerife

Teneri­fe hef­ur verið fært upp á fjórða og hæsta viðbúnaðarstig …
Teneri­fe hef­ur verið fært upp á fjórða og hæsta viðbúnaðarstig Spán­ar. AFP

„Það eru allir meðvitaðir um það að það er verið að fara á fasa fjögur en þetta hefur ekki nein brjáluð áhrif á daglegt líf hérna,“ segir íslenskur ferðamaður sem staddur er á Tenerife í fjölskyldufríi, í samtali við mbl.is

Teneri­fe hef­ur verið fært upp á fjórða og hæsta viðbúnaðarstig Spán­ar. Stjórn­völd á Kana­rí-eyj­um til­kynntu hert­ar aðgerðir á fundi í gær. Fjórða viðbúnaðarstigið hef­ur þó verið aðlagað far­aldr­in­um og eru regl­urn­ar ekki jafn strang­ar og þær voru þegar viðbúnaðarstig­in voru búin til í sept­em­ber á síðasta ári.

Í gær greind­ust 510 smit á Teneri­fe og 337 á Gran Can­aria. Smit­töl­ur hafa verið á upp­leið á eyj­un­um und­an­farn­ar vik­ur. Alls hafa 4.711 ný smit greinst á eyj­unni síðastliðnar tvær vik­ur.

Minnir á stöðu Íslands síðastliðinn febrúar

Það er farið að öllu með gát hérna, þetta er kannski dálítið eins og að vera á Íslandi í febrúar þegar maður gat farið á veitingastaði, ekki á djammið, þurfti að vera með grímu innan um annað fólk, nema bara að það er ekki 5 stiga hiti heldur 25 stiga hiti.“

Hann segir þá ekkert benda til þess að um neyðarástand sé að ræða en fólk fari ákaflega varlega. „Það eru allir með grímu inni á veitingastöðum ef þeir sitja ekki við borð með sínu fólki. Það eru allir með grímu í leigubílum, inni í verslunarmiðstöðvum, í verslunum og starfsmenn í þjónustustörfum taka sóttvarnahlutverki sitt mjög alvarlega.“

Í gær greind­ust 510 smit á Teneri­fe og 337 smit …
Í gær greind­ust 510 smit á Teneri­fe og 337 smit á Gran Can­aria. AFP

Þá er ekki mikið um skemmtanalíf á eyjunni þar sem öllum stöðum er lokað á miðnætti, leigubílar taka ekki eins marga og venjulega, veitingastaðir ekki heldur en á móti kemur að ekki er um jafn margt fólk að ræða og venjulega. 

„Það eru 75% úti á palli og 50% inni á veitingastöðunum en auðvitað vilja flestir bara sitja úti þar sem það er 26 stiga hiti á daginn og 22 stiga hiti á kvöldin. Fólk getur verið í golfi og það getur verið í öllum íþróttum, það eru allar íþróttir leyfðar.“

Fáir Bretar

Hann segir að fáir Bretar séu á eyjunni, sem er einkennilegt þar sem Tenerife hefur löngum verið einn vinsælasti ferðamannastaður Breta.

Það stafi þó líklegast af því að kostnaðarsamt getur verið fyrir þá að koma frá heimalandinu. Það sé þörf á PCR-prófi á leiðinni út og einnig við heimkomu, þau eru kostnaðarsöm í Bretlandi.

„Þannig að það eru bókstaflega engir Bretar hérna, það eru Hollendingar, Þjóðverjar, Íslendingar, Belgar og mikið af Ítölum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert