Býflugnabóndi handtekinn vegna skógarelda

Eitt hús brann til grunna í skógareldunum, 12 önnur skemmdust …
Eitt hús brann til grunna í skógareldunum, 12 önnur skemmdust mikið og 10 bílar brunnu til agna. AFP

Lögreglan í Aþenu, höfuðborg Grikklands, handtók í dag 64 ára gamlan búflugnabónda vegna gruns um að hann hafi kveikt gróðurelda sem gjöreyðilögðu hús og bíla í norðurhluta borgarinnar.

Eldarnir kviknuðu í gær, við rætur fjallsins Penteli, þar sem stærstu gróðureldar í sögu Grikklands loguðu árið 2018. Þá létust 102.

Eldarnir sem kviknuðu í gær voru þó ekki sérlega stórir, ollu engum dauðsföllum og hefur með öllu tekist að ráða niðurlögum þeirra, að því er fram kemur í yfirlýsingu slökkviliðsins í Aþenu. Þó brann eitt hús til grunna í gær, tólf önnur skemmdust illa og um 10 bílar brunnu til agna.  

Þingfesta átti mál býflugnabóndans í dag, segir einnig í yfirlýsingunni.

Upphaflega voru fjórir handteknir vegna málsins en þremur þeirra sleppt að loknum yfirheyrslum, öllum nema býflugnabóndanum umrædda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert