Fá tvo daga í orlof fyrir að þiggja bólusetningu

Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands telur þetta sanngjarnar aðgerðir.
Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands telur þetta sanngjarnar aðgerðir. AFP

Ríkisstarfsmenn í Tékklandi munu fá tvo daga til viðbótar í orlof ef þeir eru bólusettir.

Forsætisráðherra Tékklands, Andrej Babis, sagðist ekki hafa fundið aðra leið sem væri betur til þess fallin að hvetja fólk í bólusetningu. „Sumum þykir þetta ósanngjarnt en mér þykir þetta sanngjarnt,“ segir hann.

Hvetur einkafyrirtæki til að fylgja fordæminu

Babis hefur hvatt einkafyrritæki til að fara að dæmi yfirvalda. Sjálfur er hann stofandi sjóðsins Agrofert sem hefur eignarhald á fyrirtækjum á sviði matvæla, efna og miðlunar. Þúsundir starfa hjá fyrirtækjunum í eigu sjóðsins. 

„Allir góðir starfsmenn og vinnuveitendur vita að þeir þurfa að tryggja öryggi starfsfólks síns. Að öðrum kosti veikist fólkið og lendir í sóttkví. Það mun hafa slæm áhrif á fyrirtækið,“ segir Babis.

Í Tékklandi búa 10,6 milljónir en aðeins 4,7 milljónir hafa þegið bólusetningu. 

Þar er sterk hreyfing sem beitir sér gegn bólusetningum og öllum öðrum aðgerðum sem tengjast Covid-19-heimsfaraldrinum. Fyrrverandi forseti Tékklands, Vaclav Klaus, er meðal þeirra sem tala fyrir þeirri hreyfingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert