Hafa áhyggjur af einelti gegn börnum fæddum 2010

Myllumerkið #Anti210 hefur tekið skriðþunga undanfarinn mánuð á myndbandsforritinu TikTok.
Myllumerkið #Anti210 hefur tekið skriðþunga undanfarinn mánuð á myndbandsforritinu TikTok. AFP

Franskir embættismenn hafa fordæmt þá eineltisþróun sem hefur beinst undanfarið að börnum fæddum árið 2010.

Myllumerkið #Anti210 hefur farið á mikið skrið undanfarinn mánuð á myndbandsforritinu TikTok og hafa færslur á forritinu fengið gríðarleg áhorf þar sem notendur eru hvattir til þess að mynda hópa sem eru „andvígir fólki fæddu árið 2010“.

BBC greinir frá.

Menntamálaráðherra Frakklands, Jean-Michel Blanquer hefur kallað netáreitniherferðina „gríðarlega heimskulega og í bág við þeirra gildi“.

Eineltið gæti stafað af tölvuleiknum Fortnite

Eineltið hefur vakið sérstakann ótta meðal foreldra þessara 11 ára barna sem það beinist að sem byrja nú í sjötta bekk. Þá hafa komið tilvik um það að eineltið sé að færast af netinu og yfir í skólasvæði og leikvelli barna.

Í tísti sagði menntamálaráðuneytið að „áreitni og netáreitni eigi hvorki heima í skóla né yfir höfuð í samfélaginu“.

Sumir vilja meina að eineltið gæti stafað af vinsæla tölvuleiknum Fortnite, þar sem yngri leikmenn eru sakaðir um að hafa ekki fylgt óskrifuðum siðareglum og eldri leikmenn því farið að kalla þau „Fortkids“.

Alvarleg atvik komið upp

Eineltið magnaðist upp eftir útgáfu af lagi sem heitir Pop it Mania í síðasta mánuði þar sem ungur áhrifavaldur að nafni Pink Lily syngur í laginu textann, „við erum drottningar 2010 árgangsins“. Myndbandið hefur fengið 400.000 mislíkanir.

„Á leikvellinum benda þeir fingrum og hrópa 2010! 2010!,“ segir einn nemandi við franska dagblaðið Le Parisien og bætti við að alvarlegri atvik hafi einnig komið upp, eins og slagsmál.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert