Notre Dame tilbúin til endurbyggingar tveimur árum eftir brunann

Notre Dame-dómkirkjan skemmdist mikið í eldsvoðanum 15. apríl 2019.
Notre Dame-dómkirkjan skemmdist mikið í eldsvoðanum 15. apríl 2019. AFP

Notre Dame dómkirkjan í París er loksins tilbúin til að gangast undir endurbyggingu meira en tveimur árum eftir að eldur kviknaði í kirkjunni. Það gerðist 15. apríl 2019.

Að sögn yfirvalda í Frakklandi er stefnt að því að hægt verði að opna kirkjuna aftur árið 2024, fimm árum eftir brunann, þegar Ólymp­íu­leik­arn­ir verða haldn­ir í Par­ís. Sóknarprestur í Notre Dame hefur þó sagt að út­lit sé fyr­ir að 15-20 ár líði þar til viðgerðum á kirkj­unni ljúki.

Tryggðu að öruggt væri að hefja endurbyggingu

Á síðustu tveimur árum hefur áherslan verið að tryggja að öruggt sé að hefja endurbyggingu á kirkjunni, sem fól meðal annars í sér að fjarlægja fjörutíu þúsund vinnupalla sem voru við kirkjuna og skemmdust í eldinum.

Nú þegar hefur verið hafist handa við að endurreisa hið fræga stórorgel Notre Dame þar sem 8.000 pípur eru teknar í sundur og sendar til orgelsmiða um allt Frakkland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert