Konur ekki lengur velkomnar til vinnu í Afganistan

Afganskar konur mótmæla fyrir utan ráðuneyti kvenna í Kabúl.
Afganskar konur mótmæla fyrir utan ráðuneyti kvenna í Kabúl. AFP

Talíbanski borgarstjóri Kabúl biður kvenkyns ríkisstarfsmenn um að halda sig heima og mæta ekki til vinnu. Eina undantekningin frá þeirri reglu er ef það er bundið ómöguleika fyrir menn að sinna starfinu. 

BBC greinir frá

Hamdullah Noman sagði það hefði í raun verið nauðsynlegt fyrir talíbana að banna konum að vinna í einhvern tíma. Einu stöðugildin sem konur mega enn sinna eru störf á borð við þrif á kvennaklósettum.

„Öðrum störfum geta karlmenn sinnt, við sögðum konunum að halda sig heima þar til við komum á stöðugleika. Launin þeirra verða ennþá greidd.“

Fyrst útilokaðar frá skólum og nú frá störfum

Í gær opnuðu gagnfræðaskólar fyrir drengi en kvenkyns nemendum og kennurum var meinaður aðgangur að þeim.

Þrátt fyrir fögur fyrirheit í upphafi valdstjórnar talíbana virðast þeir aftur á leið í sama far og áður með afturhaldi og útilokun kvenna úr samfélaginu.

Fréttamaður BBC í Afganistan vakti athygli á því á Twitter að einhverjir drengir hafi neitað að mæta í skólann til þess að sýna samstöðu með skólasystrum sínum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert