Utanríkisráðuneytið fylgist með gosinu á Kanarí

Enginn hafði leitað til borgarþjónustu utanríkisráðuneytisins síðdegis í dag vegna …
Enginn hafði leitað til borgarþjónustu utanríkisráðuneytisins síðdegis í dag vegna eldgossins á Las Palma. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hingað til hefur enginn leitað til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna eldgoss og tilheyrandi rýmingaráætlana á eyjunni La Palma. Þetta staðfestir Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins í samtali við mbl.is.

„Við fylgjumst mjög grannt með og um leið og þessar fréttir fóru að berast um að þarna væri hugsanlega að fara að kjósa höfum við auðvitað haft augun með þessu. En það er auðvitað stjórnvalda í landinu að meta viðbrögð á staðnum,“ segir Sveinn.

Langur aðdragandi

Hann segir gosið virðast vera í minna lagi og aðdragandi þess nokkuð langur. Þess vegna haldi hann að flestir hafi getað komið sér í burtu í tæka tíð. Auk þess séu fremur fáir Íslendingar búsettir á La Palma í samanburði við aðrar eyjur í klasanum.

Ráðuneytið fylgist enn sem áður grannt með gangi mála: „Við erum boðin og búin til að aðstoða ef þess þarf og ef fólk leitar til okkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert