Átta skotnir til bana á háskólasvæði

Borgin Perm í Rússlandi.
Borgin Perm í Rússlandi. AFP

Átta eru látnir eftir að nemandi hóf skotárás á háskólasvæði í rússnesku borginni Perm. Nokkrir til viðbótar særðust. 

Nemandinn sem hóf skotárásina hefur verið handtekinn en hann særðist einnig við handtökuna.

Skotárásir í rússneskum skólum hafa verið frekar fátíðar, bæði vegna harðrar öryggisgæslu og hversu erfitt er að kaupa um skotvopn á löglegan hátt, fyrir utan veiðiriffla.

Í myndskeiðum á samfélagsmiðlum sést þegar nemendur köstuðu eigum sínum út um glugga bygginga á háskólalóðinni áður en þeir stukku þaðan út til að forða sér undan árásarmanninum.

Í myndskeiði sem ríkisfjölmiðill birti, sem sagt er að hafi verið tekið á meðan á árásinni stóð, sést þegar svartklæddur einstaklingur með hjálm heldur á vopni og gengur um háskólasvæðið.

Síðasta mannskæða árásin sem þessi í Rússlandi átti sér stað í maí síðastliðnum þegar 19 ára piltur hóf skothríð í gamla skólanum sínum í borginni Kazan og varð níu manns að bana. 

Borgin Perm er staðsett austur af Moskvu.
Borgin Perm er staðsett austur af Moskvu. Kort/Google
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert