Múratov og Ressa hljóta friðarverðlaunin

Dimítrí Múratov og Maria Ressa.
Dimítrí Múratov og Maria Ressa. AFP/Samsett mynd

Blaðamennirnir Maria Ressa og Dimitrí Múratov hafa hlotið friðarverðlaun Nóbels í ár. Þau hljóta verðlaunin fyrir baráttu þeirra fyrir tjáningarfrelsi í heimalöndum þeirra, en Ressa er frá Filippseyjum og Múratov frá Rússlandi.

Nóbelsnefndin segir að þau séu fulltrúar allra blaðamanna sem standa fyrir tjáningarfrelsi í heimi þar sem lýðræðið og fjölmiðlafrelsi mætir sífellt meiri mótspyrnu. 

Ressa og Múratov hljóta samtal 10 milljónir sænskra kr. í verðlaunafé, eða sem jafngildir um 146 milljónum kr. 

Það var norska Nóbelsstofnunin í Ósló sem tilkynnti þetta í morgun. En alls voru 329 sem komu til greina í ár til að hljóta verðlaunin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert