Rekur alla sendiherra Norðurlandanna úr landi

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AFP

Recap Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, skipaði utanríkisráðherra sínum í dag að vísa sendiherrum tíu ríkja úr landi, þar á meðal allra Norðurlandanna utan Íslands, eftir að þeir fordæmdu fangelsisvist stjórnarandstöðuleiðtogans Osman Kavala.

Þess ber að geta að Ísland á ekki sendiherra í Tyrklandi.

Osm­an Kavala er 64 ára og fædd­ur í Par­ís og hef­ur setið í fang­elsi án dóms síðan árið 2017. Fang­elsis­vist hans er tal­in tákn um vax­andi óþol Er­dog­ans gagn­vart póli­tísk­um and­stæðing­um.

Stigmagnandi deilur við vestrænu ríkin, sem flest eru einnig bandamenn landsins í NATO, marka endann á skelfilegri viku fyrir Tyrkland, þar sem landið var sett á alþjóðlegan svartan lista yfir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka ásamt því að gjaldmiðill landsins hrundi af ótta við efnahagslega óstjórn og hættu á óðaverðbólgu.

Orð forsetans um Kavala í vikunni ollu titringi á mörkuðum þar sem óttast var við að stigmagnandi árekstrar við Vesturlöndin yrðu til þess að gengi lírunnar, gjaldmiðils Tyrklands, myndi lækka enn frekar gagnvart bandaríkjadal.

Osm­an Kavala er 64 ára og fædd­ur í Par­ís og …
Osm­an Kavala er 64 ára og fædd­ur í Par­ís og hef­ur setið í fang­elsi án dóms síðan árið 2017. AFP

Sendu frá sér sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu 

Sendi­herr­arn­ir tíu sendu frá sér sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu á mánu­dag þar sem þeir sögðu að áfram­hald­andi varðhald yfir Kavala „varpi skugga“ á Tyrk­land.

Kavala hef­ur verið gefið að sök að tengj­ast ýms­um mótæl­um gegn stjórn­völd­um árið 2013 og mis­heppnuðu vald­aráni hers­ins árið 2016.

Í yf­ir­lýs­ingu sendi­herr­anna hvöttu Banda­rík­in, Þýska­land, Kan­ada, Dan­mörk, Finn­land, Frakk­land, Hol­land, Nýja Sjá­land, Nor­eg­ur og Svíþjóð til „rétt­látr­ar og skjótr­ar úr­lausn­ar í máli [Kavala]“.

„Þeir verða að fara héðan daginn sem þeir þekkja ekki lengur Tyrkland,“ sagði Erdogan í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert