Leituðu að Hoffa sem hvarf fyrir 50 árum

Jimmy Hoffa árið áður en hann hvarf.
Jimmy Hoffa árið áður en hann hvarf.

Lögreglumenn bandarísku alríkislögreglunnar leituðu í lok október að líkamsleifum verkalýðsforingjans Jimmys Hoffa á landssvæði í New Jersey í von um að ná loks að leysa ráðgátuna um hvarf hans fyrir 50 árum.

Áratugum saman var Hoffa einn af öflugustu verkalýðsleiðtogum Bandaríkjanna. Árið 1975 hvarf Hoffa sporlaust. 

Samkvæmt umfjöllun New York Times fengu rannsóknarlögreglumenn ábendingu um játningu manns sem sagðist hafa grafið Hoffa. Sonur mannsins sem á að hafa játað það heitir Frank Cappola og starfaði á urðunarstað í borginni Jersey. Hann lést árið 2020.

Áður en hann kvaddi þessa veröld á Coppa að hafa sagt vini sínum að faðirinn hefðii játað það fyrir syni sínum að honum hefði verið skipað af gengi manna sem hann þekkti ekki að grafa Hoffa.

Leitin að Hoffa þetta árið fór fram 25. og 26. október síðastliðinn. Samkvæmt talsmanni alríkislögreglunnar er embættið nú að rannsaka þau gögn sem fundust á vettvangi. 

Sambandið við mafíuforingjann hafði súrnað

Hvarf Hoffa, sem var formaður verkalýðsfélagsins International Brotherhood of Teamsters frá 1957 til 1971, hefur löngum verið tengt við amerísku mafíuna. Á meðan Hoffa var á lífi var hann ítrekað ásakaður um að tengjast mafíunni og annarri skipulagðri glæpastarfsemi. Ríkissaksóknarinn Robert Kennedy reyndi ítrekað að dæma Hoffa fyrir ýmis brot. 

Það tókst loks árið 1967 þegar hann var dæmdur fyrir að reyna að hafa ólögmæt áhrif á kviðdóm en Hoffa var sleppt úr fangelsi árið 1971 og var hann þvingaður til að segja af sér formennsku í verkalýðsfélaginu.

Áður en sumarið 1975 gekk í garð hafði Hoffa bæði misst þau miklu völd sem hann áður bjó yfir. Þá hafði samband hans við mafíuforingjann Anthony Provenzano, sem var betur þekktur sem Tony Pro, súrnað verulega.

Hoffa hvarf svo 30. júlí 1975 eftir að hann hafði ferðast til Michigan til þess að hitta mafíósa. Síðan þá hefur hans reglulega verið leitað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert