Færeyjar notaðar sem skattaskjól Kongóforseta

Þórshöfn, höfuðborg Færeyja.
Þórshöfn, höfuðborg Færeyja. mbl.is

Gögn úr stærsta leka sem sögur fara af í Afríku benda til þess að Joseph Kabila, fyrrverandi forseti Alþýðulýðveldisins Kongó, hafi þvættað fé skattgreiðenda í landinu og gefið vinum og vandamönnum.

Færeyjar og þarlendir reikningar eru sagðir spilar stórt hlutverk.

Í frétt BBC segir að fjárhæðirnar sem voru þvættaðar hlaupi á því sem nemur milljörðum íslenskra kóna.

Joseph Kabila, fyrrverandi forseti Alþýðulýðveldisins Kongó, sver embættiseið.
Joseph Kabila, fyrrverandi forseti Alþýðulýðveldisins Kongó, sver embættiseið. Ljómsynd/JEROME DELAY

Færeyjar í brennidepli

Gagnalekinn hefur hlotið viðurnefnið The Congo-Hold-up, en það voru rannsóknarblaðamenn franska miðilsins Mediapart og uppljóstrarar frá afrískum hagsmunasamtökum uppljóstrara sem birtu fyrst fréttir upp úr gagnalekanum. Gögnin koma innan úr afríska bankanum BGFI.

Í fréttum færeyska Kringvarpsins kemur fram að einstaklingar nánir Kabila hafi notað færeyska reikninga til þess að þvætta illa fengið fé og má segja að færeyskir fréttamiðlar séu undirlagðir af fréttum um málið.

Í fréttum færyeska blaðsins Dimmalætting segir að 120 milljónir danskra króna, andvirði 2,3 milljarða íslenskra króna, hafi verið þvættaðar í gegnum færeyska reikninga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert