Kanna virkni bóluefnis gegn afbrigðinu

BioNTech segir að það megi búast við gögnum vegna nýja …
BioNTech segir að það megi búast við gögnum vegna nýja afbrigðisins á næstu tveimur vikum. AFP

Þýski lyfjaframleiðandinn BioNTech mun á næstunni rannsaka hversu góð vernd bóluefni fyrirtækisins, sem unnið er í samvinnu við Pfizer, veiti við nýju afbrigði kórónuveirunnar.

Nýja afbrigðið, B.1.1.529 sem greinst hefur í sunnanverðri Afríku, er af vísindamönnum í Bretlandi talið það versta hingað til og það gæti jafnvel fundið sér leið framhjá áður áunnu ónæmi við veirunni.

BioNTech segir að það megi búast við gögnum vegna nýja afbrigðisins á næstu tveimur vikum. Þá komi í ljós hvort afbrigðið sleppi framhjá bóluefni BioNTech/Pfizer og einnig hvort aðlaga þurfi bóluefni að afbrigðinu.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur boðað til fundar í dag til að leggja mat á gögn sem liggja fyrir um B.1.1.529. Þá komi í ljós næstu skref vegna afbrigðisins; hvort hafa þurfi áhyggjur af því eða hvort það nægi að fylgjast vel með þróuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert