Flaug með Andrés prins, Trump og Clinton

Dómshúsið í New York þar sem réttarhöldin fara fram.
Dómshúsið í New York þar sem réttarhöldin fara fram. AFP

Flugmaður sem flaug einkaþotu fyrir barnaníðinginn Jeffrey Epstein segir að hann hafi flogið með frægt fólk á lúxusgististaði víða um heim. Larry Visoski, sem starfaði lengi fyrir Epstein, segir að hann hafi m.a. flogið með Andrés prins, Bill Clinton, Donald Tump og Kevin Spacey.

Þetta kom fram við aðalmeðferð í máli Ghislaine Maxwell, fyrrverandi samstarfskonu og kærustu Epstein, en réttarhaldið hófst í gær. Hún neitar alfarið sök og heldur því fram að verið sé að nota hana sem blóraböggull fyrir þá glæpi sem Epstein framdi.

Ákæruvaldið heldur því aftur á móti fram að þau hafi starfað saman og hún hafi m.a. séð um að útvega Epstein stúlkur sem hann braut síðan á kynferðislega.

Maxvell hefur setið á bak við lás og slá frá því hún var handtekin á síðasta ári. Verði hún fundin sek getur hún átt yfir höfði sér allt að 80 ára fangels.

Visoski, sem starfaði fyrir Epstein í um aldarfjórðung, var við aðalmeðferðina í dag beðinn um að lýsa Maxwell, þ.e. hvaða hlutverki hún hafi gegnt í starfsemi Epsteins. Visoski sagði að hún hefði verið hægri hönd hans. „Epstein var hið stóra númer eitt,“ sagði hann, að því er kemur fram í umfjöllun breska útvarpsins.

Hann sagði að dyrnar við flugstjórnarklefann hefðu ávallt verið læstar á meðan flugi stóð, en þota Eipstein var kölluð "Lolita Express". Visoski kveðst aldrei hafa orðið vitni að neinu kynferðislegu um borð. 

Hann mundi einnig eftir að hafa flogið með Virginu Roberts Giufrre sem hefur sakað Andrés prins, sem er sonur Elísabetar Bretadrottningar um að hafa brotið á sér kynferðislega. Andrés hefur ávallt neitað sök.

 

 
 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert