Enn ein fjöldamótmælin í Frakklandi

Ekki er um að ræða fyrstu mótmælin í Frakklandi vegna …
Ekki er um að ræða fyrstu mótmælin í Frakklandi vegna aðgerða yfirvalda. AFP

Rúmlega hundrað þúsund manns mótmæltu víða um Frakkland í dag áformum frönsku ríkisstjórnarinnar þess efnis að leggja frekari kvaðir á óbólusetta einstaklinga í landinu. Nokkrir dagar eru síðan forseti landsins, Emanuel Macron, sagðist ætla að gera óbólusettum lífið leitt næstu mánuðina.

Meðal þeirra atriða sem mótmælt var í dag eru áform um að einstaklingar verði að sýna fram á að þeir séu bólusettir degi áður en þeir ferðast um lestum milli borga, farið út að borða og sótt menningarviðburði.

Neðri deild þingsins samþykkti löggjöfina á fimmtudag gert er ráð fyrir því að lögin taki gildi 15. janúar. Þó gæti öldungadeildin seinkað gildistökunni.

Nei við bólusetningarpössum segir á skiltunum.
Nei við bólusetningarpössum segir á skiltunum. AFP

Þrjú hundruð þúsund greindust smitaðir

Yfirvöld þar ytra telja að 105 þúsund manns hafi mótmælt á landsvísu en flestir hafi þá verið í höfuðborginni París, eða um 18 þúsund. Tíu voru handteknir í höfuðborginni og urðu þrír lögreglumenn fyrir minniháttar meiðslum.

Í Toulon voru um sex þúsund manns sem mættu saman til að mótmæla og beittu lögregluyfirvöld táragasi til þess að sundra mótmælendahópnum.

303.669 greindust smitaðir í dag í Frakklandi og hefur álagið aukist gífurlega á heilbrigðisstofnunum þar í landi. Mótmælendurnir í París, sem allflestir voru ekki með grímu, héldu á skiltum sem á stóð til að mynda „Sannleikurinn“ og „Nei við bólusetningarvottorðum“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert