Dómari hafnaði kröfu Andrésar um frávísun

Einkamáli Virginíu Giuffre gegn Andrew bretaprins verður ekki vísað frá.
Einkamáli Virginíu Giuffre gegn Andrew bretaprins verður ekki vísað frá. AFP

Dómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni Andrésar Bretaprins um að vísa frá einkamáli Virginíu Giuffre gegn honum. Giuffre hefur sakað Andrés um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi þegar hún var aðeins 17 ára gömul.

Þetta kemur fram í umfjöllun BBC.

Málið tengist fjölda ásakana um kynferðisofbeldi gegn ungum stúlkum í tengslum við kynferðisbrotamanninn Jeffrey Epstein sem á að hafa greitt Giuffre hálfa milljón bandaríkjadala árið 2009 gegn því að hún myndi ekki tilkynna brot gegn henni til lögreglu.

Lögfræðingar Andrésar sögðu fyrir dómi að málinu ætti að vísa frá með vísan til samningsins sem hún gerði við Epstein, en dómari í New York úrskurðaði að málið skyldi taka fyrir.

Andrés hefur ávallt neitað sök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert