Hitamet jafnað í Ástralíu

50,7 gráðu hiti mældist í Vestur-Ástralíu.
50,7 gráðu hiti mældist í Vestur-Ástralíu. AFP

Hitastigið í bænum Onslow í Vestur-Ástralíu náði 50,7 gráðum kl. 14.26 að staðartíma í dag. Ekki hefur hiti mælst jafn hár þar í landi síðan árið 1962 í Suður-Ástralíu en þá mældust einnig 50,7 gráður.

Samkvæmt fjölmiðlum á svæðinu er meðalhiti í Onslow á þessum árstíma 36,5 gráður. 

Segir á vef BBC að mögulega verði hitamet slegin á morgun í Onslow og á nærliggjandi svæðum en þá spáir örlítilli hækkun á hitastigi. Hitinn á síðan að lækka í kjölfarið.

Loftkælingin hætt að virka

Luke Huntington, hjá áströlsku veðurstofunni, sagði að uppsöfnun heits lofts á svæðinu væri vegna skorts á þrumuveðri. Þá sagði hann fólki að reyna að halda sig innandyra þar sem væri loftkæling en ef það þyrfti að vera utandyra að vera þá í skugga og drekka vökva.

Einnig var tilkynnt um meira en 50 gráðu hita í bæjunum Mardie og Roebourne í Ástralíu í dag. Einn íbúi, Mark Barratt, sagði við ABC fréttastofuna að hitastigið væri orðið svo hátt að loftkælingin í vinnunni hjá honum væri hætt að virka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert