Úrvalssveit launmorðingja sögð úr leik

Frá vegartálma sem settur hefur verið upp í Kænugarði.
Frá vegartálma sem settur hefur verið upp í Kænugarði. AFP

Úrvalssveit launmorðingja frá Tsétséníu, sem send var inn í Kænugarð til að ráða forsetann Volodimír Selenskí af dögum, hefur verið tekin úr leik.

Oleksí Danílov, yfirmaður þjóðaröryggis og -varnarráðs Úkraínu, fullyrðir þetta og segir sveitina hafa komið til borgarinnar í þeim tilgangi að myrða forsetann.

Sveitin hafi skipst í tvo hópa. Annar þeirra hafi verið handsamaður en hinn lent í átökum við úkraínskt herlið.

Danílov segir að sveitunum hafi verið útrýmt.

Ekki er ljóst hversu nálægt sveitin komst skotmarki sínu, að því er segir í umfjöllun breska dagblaðsins Telegraph.

Hundruð manna á eftir forsetanum

Áður hefur verið greint frá því að fleiri en 400 launmorðingjar hafi verið sendir til Úkraínu í janúar til að finna Selenskí og taka hann af lífi.

Banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn eru einnig sagðir hafa talað við Selenskí að und­an­förnu um ým­iss kon­ar ör­ygg­is­atriði, þar á meðal ör­ugg­ustu staðina þar sem for­set­inn gæti komið sér fyr­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka