Sá hryllinginn með eigin augum

Justin Trudeau með borgarstjóra Irpín að skoða eyðilegginguna í borginni …
Justin Trudeau með borgarstjóra Irpín að skoða eyðilegginguna í borginni í dag. AFP/frá Telegram síðu borgarstjóra Irpín, Oleksandr Markusjín.

Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, heimsótti í dag Irpin í útjaðri Kænugarðs og sá eyðilegginguna og árásirnar á almenna borgara í borginni.

Borgarstjóri Irpin Oleksadr Markusjín póstaði myndum af heimsókn Trudeau á Telegram og sagði að „kanadíski forsætisráðherrann hefði komið til Irpín til að sjá hryllinginn með eigin augum sem Rússar hafa valdið í borginni okkar.“

Heimsókn Trudeau hefur verið staðfest í Kanada. „Forsætisráðherrann er í Úkraínu til þess að hitta Selenskí forseta og að staðfesta áframhaldandi stuðning Kanada við úkraínsku þjóðina."

Skjáskot af Telegram reikningi borgarstjóra Irpín.

Markusjín sagði að forsætisráðherrann hefði gengið um úthverfi í Irpín sem var rústað af Rússum fljótlega eftir að innrásin hófst í febrúar.

„Hann sá, ekki herstöðvar, heldur brunarústir heimila fólks í Irpín, sem fyrir árásina nutu lífsins og höfðu framtíðaráform í lífinu," sagði borgarstjórinn.

Fjölmargir vestrænir leiðtogar, þ.á m. Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna hafa heimsótti Irpín og nærliggjandi svæði í kringum höfuðborgina Kænugarð þar sem Rússar hafa verið ásakaðir um að drepa hundruð almenna borgara.

Heimsókn Trudeau er á sama tíma og forsetafrú Bandaríkjanna Jill Biden kom til Úkraínu, en heimsóknin hafði ekki verið tilkynnt fyrirfram. Með Trudeau var staðgengill forsætisráðherra, Chrystia Freeland og utanríkisráðherrann Melanie Joly og drógu þau kanadíska fánann á loft við sendiráð Kænugarðs í dag. Sendiráðinu var lokað í febrúar þegar allt starfsfólkið var flutt il Lvív og þaðan til Póllands. Fyrr í vikunni hafi Joly tilkynnt að sendiráðið myndi opna aftur í Kænugarði á næstu dögum.

Áætlaður er fundur með Volodímír Selenskí forseta Úkraínu. Báðir munu þeir taka þátt í fjarfundi G7 ríkjanna um ástandið í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert