Bolirnir táknmynd samstöðu

Úkraínskar konur í vyshyvanka.
Úkraínskar konur í vyshyvanka. AFP

Íbúar Úkraínu klæddust á fimmtudag litríkum útsaumuðum bolum fyrir árlegan fögnuð, sem í ár var hugsaður sem táknmynd samstöðu Úkraínubúa í stríðinu gegn Rússlandi. 

Bolirnir eru þekktir sem „vyshyvanka“, eru víðir og oftast hvítir með útsaumuðu mynstri. Úkraínubúar klæðast oft bolunum við sérstök tilefni. 

Frá Vyshyvanka deginum.
Frá Vyshyvanka deginum. AFP

Volodimír Zelenskí forseti Úkraínu óskaði Úkraínubúum til hamingju með „Vyshyvanka daginn“ á samfélagsmiðlum í dag og kallaði bolina „verndargrip“ Úkraínu í stríðinu. 

Forsetinn klæddist óvenjulegum grænum vyshyvanka, sem svipar til hernaðarlita sem hann hefur klæðst frá innrás Rússa í Úkraínu. 

AFP

Oleksandr Tkachenko, menningarmálaráðherra Úkraínu, sagði bolina vera „merki um frelsi og umhyggju fyrir Úkraínu,“ og „menningarlegt vopn sem sameinar Úkraínubúa“.

Vyshyvanka dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur þriðja fimmtudaginn í maí síðan 2014 þegar Rússland innlimaði Krímskaga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert