Úkraína í ESB eftir 10 til 15 ár

Clement Beaune, Evr­ópuráðherra Frakk­lands.
Clement Beaune, Evr­ópuráðherra Frakk­lands. AFP

Clement Beaune, Evr­ópuráðherra Frakk­lands, telur að Úkraína gæti fengið inngöngu í Evrópusambandið (ESB) eftir 10 til 15 ár en Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur ítrekað lýst yfir vilja um að ganga í sambandið sem fyrst. 

„Við þurfum að vera heiðarleg. Ef þú segir að Úkraína muni ganga í ESB á næstu sex mánuðum, ári eða tveimur, þá ertu að ljúga,“ sagði Beaune í viðtali við frönsku útvarpsstöðina Radio J.

Hann sagði að 10 til 15 ár væru líklegri kostur og að ferlið myndi taka langan tíma. 

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, sagði á fimmtudaginn að ekki væri hægt að flýta um­sókn Úkraínu þrátt fyr­ir inn­rás Rússa í landið.

Sagði hann að und­an­tekn­ing fyr­ir Úkraínu væri ósann­gjörn gagn­vart ríkj­um á Vest­ur-Balk­anskaga sem einnig hafa sóst eft­ir aðild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert