100 daga mannlegur harmleikur

Veröldin hefur breyst til frambúðar eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar. Á morgun er 100. dagur innrásar Rússa, stærstu styrjaldar í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld.

Stríðið hefur haft mikil áhrif á alþjóðastjórnmál, ásamt því að valda miklum verðhækkunum á orku- og matarverði. Stríðið hefur einnig valdið mannlegum harmleik þar sem rússneskar hersveitir hafa ráðist á almenna borgara. Á sama tíma hafa Úkraínumenn sýnt fádæma hugrekki við verstu mögulegu kringumstæður sem hægt er að ímynda sér.

Í áhrifaríku myndskeiði AFP-fréttastofunnar er myndefni sem rétt er að vara viðkvæma við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert