Tveir látnir eftir eldsvoða á hjúkrunarheimili

Prag, höfuðborg Tékklands. Mynd úr safni.
Prag, höfuðborg Tékklands. Mynd úr safni. mbl.is/Björn Láczay

Tveir létust og meira en 50 slösuðust í eldsvoða á hjúkrunarheimili fyrir Alzheimer-sjúklinga nálægt Prag í Tékklandi. Eldurinn kom upp á miðvikudag og voru slökkviliðsmenn enn á staðnum í morgun.

Tæplega 100 slökkviliðsmenn voru sendir á vettvang til að slökkva eldinn og flytja íbúa heimilisins á brott.

Samkvæmt neyðarþjónustu á svæðinu voru tveir sem fundust látnir. Þá eru tveir aðrir íbúar heimilisins í lífshættu, tveir alvarlega slasaðir og 51 með væga áverka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert