„Sigurinn verður okkar“

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti. AFP/Forsetaskrifstofa Úkraínu

Volodimir Selenskí, forseti Úkraínu, segir að her landsins muni stöðva innrás Rússa en í dag eru 100 dagar liðnir síðan þeir réðust inn í Úkraínu.

„Sigurinn verður okkar,“ sagði Selenskí í myndbandsávarpi. Með honum voru Denys Shmyal, forsætisráðherra Úkraínu, og forsetaráðgjafinn Maykhaylo Podolyak. Minntust þeir skilaboða sem þeir hengdu upp við byggingar stjórnvalda við upphaf stríðsins þar sem þeir hétu því að vera áfram í landinu þrátt fyrir innrásina.

Dmitrí Peskov.
Dmitrí Peskov. AFP

Rússnesk stjórnvöld segjast hafa náð ákveðnum árangri með aðgerðum sínum í Úkraínu.

„Ákveðnum árangri hefur verið náð,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, við blaðamenn.

Hann benti á „frelsun“ nokkurra svæða frá því sem hann kallaði „úkraínskar hersveitir hliðhollar nasistum“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert