Úkraínumenn fá eldflaugar frá Bretum

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu. AFP

Bretar ætla í fyrsta sinn að senda langdrægar eldflaugarnar til Úkraínumanna, að sögn breska varnarmálaráðherrans, þrátt fyrir hótanir Rússa í garð Vesturlanda.

Ben Wallace sagði að eldflaugavarnarkerfi af tegundinni M270 muni hjálpa Úkraínumönnum að verjast Rússum.

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands.
Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands. AFP

Bresk stjórnvöld hafa ekki staðfest hversu mörg vopn verða send en heimildir BBC herma að þau verði þrjú til að byrja með.

Ákvörðunin var tekin eftir að Bandaríkjamenn tilkynntu í síðustu viku að þeir ætluðu að senda Úkraínumönnum háþróaðar eldflaugar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert