Allt að hundrað hermenn láti lífið á hverjum degi

Severodonetsk hefur sætt miklum árásum undanfarnar vikur.
Severodonetsk hefur sætt miklum árásum undanfarnar vikur. AFP/Aris Messinis

Allt að hundrað úkraínskir hermenn láta lífið á dag í framlínunni í átökum gegn rússneskum hermönnum. Þá særast allt að 500 í erfiðum bardögum, að sögn úkraínska varnarmálaráðherrans.

Rússneski herinn hefur nú beint kröftum sínum að austurhluta Úkraínu í Donbas-héraðinu. Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, telur örlög héraðsins ráðast í baráttunni um borgina Severódónetsk sem er nú að mestu undir stjórn rússneskra hermanna.

Geta unnið borgina aftur

Severódónetsk og nágrannaborgin Lisisjansk hafa sætt linnulausum árásum vikum saman.

Sergí Gaídei telur að úkraínskar hersveitir geti endurheimt Severódónetsk á tveimur til þremur dögum ef Bretar og Bandaríkjamenn uppfylla loforð um afhendingu langdrægra skotvopna.

Hundruð óbreyttra borgara eru sögð leita sér skjóls í efnaverksmiðju á iðnaðarsvæði í borginni, sem Rússar skutu á í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert