Allt hnífjafnt í Frakklandi

Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AFP

Afar lít­ill mun­ur er á fylgi flokki Emm­anu­els Macrons Frakk­lands­for­seta og banda­lagi þriggja vinstri­flokka í fyrstu um­ferð frönsku þing­kosn­ing­anna sem fóru fram í gær. 

Bandalag vinstri flokkanna er leitt af Jean-Luc Mélenchon.

Talið er að bandalag vinstriflokka fái 25,6%atkvæða en miðjubandalag Macron 25,2% atkvæða. Kosningaþátttaka var ekki nema 47% og hefur aldrei verið minni.

Úthlut­un þing­sæta fer eft­ir fylgi flokka í ein­staka héröðum. Nái enginn hreinum meirihluta í fyrri umferð er kosið á milli tveggja í seinni umferð að viku liðinni.

Eins og staðan er núna virðist miðjubandalag forsetans fá á bilinu 255 til 295 þingseti. 289 þingsæti þarf til að ná hreinum meirihluta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert