Meirihluti Macrons fallinn samkvæmt útgönguspám

Spáð er að Ensemble hljóti á bilinu 200-260 atkvæði en …
Spáð er að Ensemble hljóti á bilinu 200-260 atkvæði en 289 sæti þarf til að mynda meirihluta. AFP

Meirihluti Ensemble, þriggja flokka mið-hægribandalags Emmanuels Macron Frakklandsforseta, er fallinn samkvæmt útgönguspám fimm franskra skoðanakannanafyrirtækja en kjörstaðir lokuðu í Frakklandi klukkan sex að íslenskum tíma.

Þetta þýðir að nær ómögulegt verður fyrir Macron, sem var endurkjörinn forseti í apríl, að ná fram stefnumálum sínum.

Spáð er að Ensemble hljóti á bilinu 200-260 atkvæði en 289 sæti þarf til að mynda meirihluta.

Fylgi leitar á jaðrana

Hið nýja vinstribandalag NUPES, leitt af Jean-Luc Melanchon, virðist ætla að vinna mikinn kosningasigur en því er spáð 149-200 sætum.

Einnig er búist við að öfga-hægriflokkur Marine Le Pen bæti verulega við sig og endi með 60-102 sæti. Flokkurinn hefur í dag aðeins átta sæti.

Jean-Luc Melenchon sameinaði vinstrið og mun að öllum líkindum uppskera …
Jean-Luc Melenchon sameinaði vinstrið og mun að öllum líkindum uppskera góða kosningu. AFP
Búist við að öfga-hægriflokkur Marine Le Pen bæti verulega við …
Búist við að öfga-hægriflokkur Marine Le Pen bæti verulega við sig. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert