Lögreglustjórinn í Uvalde sendur í leyfi

Lögreglustjórinn Pete Arrendondo sést hér lengst til hægri ásamt öðrum …
Lögreglustjórinn Pete Arrendondo sést hér lengst til hægri ásamt öðrum lögregluþjónum. AFP

Lögreglustjórinn í Uvalde, sem hafði umsjón með viðbragði við skotárás á skóla í borginni í síðasta mánuði, þar sem 19 börn og tveir kennarar féllu, hefur verið sendur í leyfi.

Í gær sagði yfirmaður öryggisdeildar í Texas að viðbrögð lögreglu við fjöldamorðinu hefðu verið „algerlega misheppnuð.“

„Frá upphafi þessa hræðilega atburðar hef ég sagt að við myndum bíða með að taka ákvarðanir um framtíð starfsfólks áður en rannsókninni væri lokið,“ sagði Hal Harrell, yfirmaður skólamála hjá Uvalde í yfirlýsingu. 

„Vegna þess að óljóst er hvenær ég mun fá niðurstöður rannsóknanna hef ég tekið ákvörðun um aðsenda Pete Arredondo [lögreglustjóra] í leyfi frá og með deginum í dag,“ sagði Harrell.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert