Tyrkir fallast á inngöngu Finna og Svía

Erdogan Tyrklandsforseti mótmælti áður inngöngu ríkjanna. Eftir fundahöld hefur hann …
Erdogan Tyrklandsforseti mótmælti áður inngöngu ríkjanna. Eftir fundahöld hefur hann hinsvegar dregið þau til baka. AFP/Kenzo Tribouillard

Atlantshafsbandalagið mun formlega bjóða Finnlandi og Svíþjóð að ganga í bandalagið, þar sem ríkin hafa komist að samkomulagi við Tyrki. Frá þessu greindi Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO í dag. 

„Það gleður mig að kynna að nú höfum við náð samkomulagi, sem gerir Svíþjóð og Finnlandi kleift að ganga í NATO,“ segir hann. Tyrkir höfðu hreyft við mótmælum vegna inngöngunnar en samþykki allra NATO-ríkja þarf til þess að ríki geti gengið inn í bandalagið.

Samkomulag degi fyrir leiðtogafund í Madríd

Tyrkland, Finnland og Svíþjóð hafa undirritað samkomulag þar sem meðteknar eru áhyggjur Tyrkja vegna inngöngunnar, hvað varðar vopnaflutning og hryðjuverk. 

Leiðtog­ar Finn­lands og Svíþjóðar hittu Er­dog­an Tyrk­lands­for­seta fyr­ir leiðtogafund NATO-ríkjanna í Madríd, sem fram fer á morgun, til þess að gefa hon­um færi á að koma á fram­færi mót­mæl­um vegna um­sókn­ar ríkj­anna um aðild að Atlants­hafs­banda­lag­inu. 

Er­dog­an hef­ur mót­mælt aðild ríkj­anna þar sem stjórn­völd í An­kara hafa sakað Finn­land og Svíþjóð um að skjóta skjóls­húsi yfir kúr­díska her­menn, sem hafa átt í átök­um við tyrk­nesk stjórn­völd.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert