Google sektað um tólf milljarða

Tæknirisinn samþykkti að greiða forriturum um tólf milljarða.
Tæknirisinn samþykkti að greiða forriturum um tólf milljarða. AFP

Google hefur samþykkt að greiða 90 milljónir dala, sem jafngildir um tólf milljörðum króna, í sátt við forritara og hugbúnaðarsérfræðinga sem ásökuðu tæknirisann um misnotkun á markaðsstöðu sinni.

Tæplega 50.000 þúsund forritarar og hugbúnaðarsérfræðingar tóku þátt í hópmálsókn gegn fyrirtækinu.

Áætlað er að sumir þeirra sem tóku þátt í málsókninni fái yfir 25 milljónir króna fyrir sinn snúð, og sumir enn meir.

Lækka einnig þóknunargjald

Upphaf málsins má rekja til meintrar einokunarstöðu Google í Google Play Store í Android-stýrikerfinu. Forritararnir sökuðu Google um það að refsa smærri hugbúnaðarfyrirtækjum.

Tæknirisinn samþykkti einnig að lækka þóknunargjaldið í Google Play Store úr 30% niður í 15% fyrir fyrstu milljón dollarana, 134 milljónir króna, sem hugbúnaðarfyrirtæki fá í tekjur í gegnum hugbúnaðarverslunina.

Einnig hefur Google ákveðið að gefa sjálfstæðum forriturum og smærri hugbúnaðarfyrirtækjum meiri sýnileika í hugbúnaðarversluninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert